Við Stefán skelltum okkur með Kristínu Önnu og Dodda í ævintýraferð að skoða náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi :) Við keyrðum af stað í blíðskaparveðri og þegar komið var í Haukadal var þar svo hlýtt að það þurfti enga yfirhöfn fyrir Stefán :) Við fórum og fylgdumst með Strokki gjósa. Doddi var afar spenntur fyrir því að sjá hverinn gjósa, kallaði hann að vísu foss :) Stefán var hinsvegar aðallega spenntur fyrir því að fá mjólk að drekka og settumst við á bekk með útsýni yfir hverinn og herrann drakk meðan ég horfði á hvert gosið á eftir öðru. Næst var haldið að Gullfossi sem skartaði sínu fegursta að vanda. Sólin skein og ég notaði bleiu til að hlífa Stefáni við sólinni. Kominn var tími til að skipta á unganum en þar sem engin skiptiaðstaða var á svæðinu var skipt á honum á piknik borði bak við hús :) Við ákváðum svo að fara á Laugarvatn og fá okkur ís. Þar hittum við Júlíönu og Matta með krakkana og var spjallað meðan við hámuðum í okkur ísinn. Stefán að sjálfsögðu fékk hressingu líka, í fljótandi formi :) Í bakaleiðinni komum við svo við og skoðuðum Kotstrandarkirkju. Hún var lokuð, Dodda til mikillar vonbrigða, en við gátum gægst á gluggann. Stefán fékk sér hressingu á bekk í kirkjugarðinum, síðan var brunað í bæinn: Frábær dagur í góðum félagsskap og fullt af hlutum sem Stefán gerði í fyrsta sinn :D
Doddi og Kristín að bíða eftir gosi úr Strokki
Við Stefán við Strokk
Við Stefán við Gullfoss
Bleian skýldi Stefáni fyrir sólinni sem glampaði á okkur og fossinn :)
Tek það fram að ég fékk mér ekki ís! En frábær ferð þrátt fyrir ísstopp hehe
ReplyDeleteEnda hefði ég haft áhyggjur ef þú hefðir fengið þér ís Kristín :)
ReplyDelete