Við skruppum í heimsókn til Kerans og fjölskyldu hans í dag. Ég vildi sýna Keran gæjann sem leyndist í bumbunni minni :) Keran var frekar hissa að sjá mig með lítið kríli og þegar Stefán fór að öskra seinna fannst honum nóg komið, alveg nóg að hafa litla bróður til að skapa læti á heimilinu :) Við Sigrún prófuðum að skipta á sonum, ég hélt á Alexander sem er níu dögum eldri en Stefán og hún fékk að prófa hlunkinn minn :) Alexander var léttur sem fjöður fannst mér, enda bara venjulegur drengur ekki hlunkabarn :) Stefán fékk að prófa ömmustól með titringi, tónlist og ljósum en hann dugði ekki til að halda honum rólegum, hann vildi bara fá að drekka :) Hér eru myndir frá heimsókninni:
Stefán Sölvi heilsar upp á Keran :)
Alexander og Stefán Sölvi kúra saman
Stefán er ekki eins þægur og Alexander, heimtaði athygli og þjónustu :)
Sætu bræðurnir :)
No comments:
Post a Comment