Lilypie Third Birthday tickers

Monday, July 4, 2011

Allt gott að frétta :)

Það er allt gott að frétta af okkur Stefáni Sölva.  Hann heldur áfram að blása út og ég má hafa mig alla við að borða og drekka nóg til að ég hverfi ekki :)  Hann er alltaf að gera eitthvað í fyrsta sinn - fyrsta sinn í Smáralind, fyrsta sinn í IKEA, fyrsta sinn í nördabúðina Nexus :)  Bara gaman.  Hann á það til að halda mömmu uppi fram á nótt með því að taka stutta powernaps og vaka svo þess á milli, en þar sem mamman er nátthrafn kemur það ekki að sök.  Hann sefur svo vel allan seinnipart nætur og fram til hádegis.  Við förum sjaldnast á fætur fyrir hádegi.  Svona er hið ljúfa líf !

No comments:

Post a Comment