Enn og aftur gerir Stefán Sölvi eitthvað í fyrsta sinn :) Í þetta skipti var það að fara í fyrsta skipti á róló. Við brugðum okkur á leikvöllinn hjá leikskólanum Stakkaborg með Kristínu Önnu og Dodda syni hennar. Stefán svaf þessa fyrstu heimsókn að vísu af sér og það var Doddi sem sá um að leika sér á vellinum :) Á næsta ári verður Stefán örugglega sprækari á róló en í dag :) Í eftirmiðdaginn fór ég svo og sótti bílinn minn í viðgerð og þá skruppum við í leiðinni í heimsókn til Helenar frænku. Stefán var nú fjörugari þar en á róluvellinum og var alveg til í að spjalla við Helen, Atla og ömmu sína. Nóa kisa leist ekkert á þennan litla mann og lét sig hverfa þegar hann heyrði í honum :) Hann grunar örugglega að þarna sé á ferðinni lítill terroristi sem muni elta hann í framtíðinni. Mig grunar að það gæti gerst :) Hér eru myndir frá deginum:
Stefán sefur sæll á róló
Það var mun meira fjör hjá Dodda sem þarna er að róla með aðstoð mömmu sinnar :)
Kúrt hjá Helen frænku :)
Setið hjá ömmu :)
No comments:
Post a Comment