Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, July 6, 2011

Göngutúr um Grasagarðinn

Í dag skruppum við Stefán Sölvi í göngutúr um Grasagarðinn með Júlíönu vinkonu.  Við svindluðum svolítið, keyrðum á staðinn með vagninn og löbbuðum frá bílastæðinu :)  Við tókum góðan hring um garðinn, löbbuðum líka út að gömlu þvottalaugunum og stoppuðum svo á Kaffi Flóru og fengum okkur hressingu.  Þegar við lögðum af stað frá Kaffi Flóru vaknaði Stefán og vildi líka fá veitingar :)  Ég settist því með hann á bekk og drengsi fékk sér að borða úti í fyrsta sinn :)  Við fórum svo heim og hvíldum okkur aðeins, svo fórum við í heimsókn til Júlíönu í Mosfellsbæinn um kvöldið. Stefán svaf að mestu en náði aðeins að láta ljós sitt skína, meðal annars með því að kúka í gegnum fötin sín og þurfti hann því að vera á bleiunni vafinn inn í teppi hluta tímans !  Hér eru myndir af okkur í Grasagarðinum :)
 Gott að fá hressingu úti :)
Alltaf falleg í Grasagarðinum :)

3 comments:

  1. Auðvitað hefur SS líka viljað fara út að borða!

    ReplyDelete
  2. æðislegar myndir, krúttið mitt!

    ReplyDelete
  3. Hehe já, hann sagðist einmitt vilja fara út að borða :)

    ReplyDelete