Lilypie Third Birthday tickers

Monday, July 25, 2011

Reykjanesið tekið með trompi

Auðvitað vorum við á faraldsfæti í dag líka :)  Við skelltum okkur með Kristínu Önnu og Dodda út á Reykjanes að skoða kirkjur.  Auðvitað var Stefán að fara á þessa staði í fyrsta sinn :)  Við fórum fyrst að Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd.  Dodda til sárrar skapraunar var hún læst en hann fékk að kíkja inn með aðstoð móður sinnar :)  Næst skelltum við okkur inn í Keflavík þar sem við gerðum stutt stopp á bílasölu þar sem ég kíkti á skutbíl (sem mér leist ekki nógu vel á).  Síðan var farið á Café Keflavík og þar fengum við okkur kaffi og kökur (þ.e.a.s. ég var sú eina sem fékk kaffi, aðrir fengu aðrar drykkjarvörur :)).  Þá var farið í Skessuhelli sem er við höfnina í Keflavík.  Þar inni býr risastór skessa og maður heyrði hana hrjóta þegar í hellinn var komið.  Dodda leist ekkert á þetta og var dauðhræddur, Stefán bara beið í kerrunni og lét sér fátt um finnast :)  Næst var farið í Garð og Útskálakirkja skoðuð.  Enn og aftur var kirkjan læst og Doddi svekktur.  Hann náði aftur á kíkja á glugga sem sárabót.  Stefán Sölvi gerði sér lítið fyrir og kúkaði svo rækilega að þrífa þurfti bakið, bílinn og hendur mömmu.  Það þurfti líka að skipta út öllum fötunum hans !  Eftir það ævintýri stoppuðum við stutt við Garðskagavita, síðan skoðuðum við Hvalsneskirkju.  Því miður var hún líka læst og með ógagnsæum gluggum!  Aumingja Doddi, hann komst ekki inn í neina kirkju.  Eftir þetta var brunað heim á leið, Stefán var rólegur að mestu í bílnum enda orðinn vanur ferðamaður !
 Doddi fær hjálp hjá mömmu sinni til að kíkja inn í Kálfatjarnarkirkju
 Svaka stuð að láta mömmu lyfta sér - mamma var reyndar orðin dálítið þreytt..
 Inni í Skessuhelli
 Skessan ógurlega
 Stefán beið í kerrunni fyrir utan :)
Útskálakirkja

No comments:

Post a Comment