Enn leggur Stefán Sölvi land undir fót. Í þetta skipti fór hann enn norðar en áður, alla leið að Geitaskarði í Langadal, 23.-24. júlí. Sigurður Ágústsson frændi okkar var að halda upp á fertugsafmælið sitt og efndi til nokkurskonar útihátíðar á túni í nágrenni Geitaskarðs. Þar var kátt á hjalla og margir ættingjar sem þarna hittu Stefán Sölva í fyrsta sinn :) Hann var líka vinsæll hjá fólki enda að sjálfsögðu ómótstæðilegur :) Ég var með hann í poka framan á mér hluta kvöldsins, Magga og Svanhildur frænka voru einnig duglegar að bera hann um. Þegar líða tók á kvöldið fór að kólna og þá héldum við okkur bara inni í bíl. Um miðnættið, eftir flotta brennu niður við ánna sem við Stefán horfðum á frá bílnum, keyrðum við niður á Blönduós þar sem við gistum ásamt Möggu systur í smáhýsi við ánna. Svanhildur og Steinar litli voru í öðru smáhýsi en Ragnar og Óli gistu í tjaldi við Geitaskarð. Næsta dag var svo brunað í bæinn og var Stefán þægur og góður alla leiðina enda þess gætt að fylla vel á tankinn þegar stoppað var :) Hér eru myndir frá ferðinni:
Við Stefán inni í tjaldi, þar var gott að vera enda skjól frá vindi
Svanhildur frænka var alveg til í að bera litla karlinn um
Möggu frænku fannst það heldur ekki leiðinlegt
Stefán Sölvi var greinilega ánægður með þetta
Hann var með í fjörinu langt fram eftir kvöldi :)
No comments:
Post a Comment