Lilypie Third Birthday tickers

Monday, July 4, 2011

Grill- og gróðursetningarferð 29. júní

Ég steingleymdi að segja frá ferð okkar Stefáns Sölva með starfsmönnum Umhverfis- og samgöngusviðs upp í Miðmundardal til að gróðursetja trjáplöntur.  Veðrið var hreint yndislegt, sólin skein og allir nutu þess að vera úti.  Stefán svaf reyndar af sér alla gróðursetningu, var bara í bílstólnum sínum og naut útiloftsins.  Þegar við vorum búin að gróðursetja voru grillaðar pylsur.  Rétt áður en haldið var heim á leið var Stefán tekinn aðeins upp úr stólnum en hann sofnaði strax aftur þegar lagt var af stað í bæinn.  Búið er að ákveða að fara þarna árlega að planta trjám, á næsta ári verður Stefán örugglega mun fjörugari :)  Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessari ferð:
 Við Stefán í Miðmundardal
 Aðeins tekinn upp til að sýna hann
 Ef grannt er skoðað sést stóllinn hans Stefáns upp við grávíðisrunna :)  Þarna svaf hann sæll !
Gott að sofa úti í náttúrunni :)

No comments:

Post a Comment