Síðastliðna helgi var Stefán Sölvi á fullu við að gera eitthvað í fyrsta sinn, eins og venjulega :) Á laugardaginn fórum við í gönguferð niður í bæ með Svanhildi, Guðlaugu og litlu strákunum og skelltum okkur á Sólon kaffihúsið. Stefán hafði ekki áhuga á þeim veitingum sem þar voru í boði en fékk sér bara mjólk úr mömmubrjósti í staðinn :) Svo kom næsta nýja upplifun - tókum strætó heim svo nú hefur sá stutti prufað það :) Við fórum svo í heimsókn til Steinku systur og slöppuðum af í garðinum hjá henni. Á sunnudaginn fórum við svo í Perluna með Kristínu Önnu en þangað hafði Stefán ekki komið áður :D. Við fengum okkur snarl og löbbuðum hring á útsýnispallinum. Stefán svaf vært allan tímann. Svo var haldið í Fjölskyldu og húsdýragarðinn með Svanhildi og strákunum. Þar með hefur prinsinn prófað að koma þangað í fyrsta sinn :) Stefán vaknaði undir lok dvalarinnar og fékk að drekka við sjoppuna í Fjölskyldugarðinum. Það var farið að kólna svo við skelltum okkur heim. Alltaf nóg að gera hjá okkur :)
Stefán fær sér hressingu í Fjölskyldugarðinum
Bara huggulegt
Á brúnni milli garðanna
Sýndi selunum engan áhuga - þeir svöruðu í sömu mynt :)
Litli flottræfill bara alltaf úti að borða haha!
ReplyDeleteJá segðu, hvernig hefur hann efni á þessu :D
ReplyDelete