Við Stefán Sölvi fórum ásamt Magneu vinkonu og börnunum hennar í heimsókn til Bjargar vinkonu og hennar fjölskyldu sem dvelur í bústað á Suðurlandi. Fyrst þurfti ég að bjarga bilaða bílnum mínum á verkstæði en við komumst loks út úr bænum um kl. 4. Ferðin gekk vel en við villtumst reyndar aðeins þegar komið var á staðinn, keyrðum aðeins of langt :) Það var fljótt leiðrétt og við komum inn í Músakot þar sem okkur var vel fagnað :) Stefán svaf hinn rólegasti í stólnum sínum lengi vel og hafði engar áhyggjur af öllu talinu í kringum sig. Aron sonur Bjargar kom og kíkti á hann og spurði svo "Can I pet him" og vakti það mikla kátínu hjá viðstöddum :) Hann vaknaði svo og fékk að borða, var svo í stólnum sínum meðan ég borðaði og sofnaði eftir smá vagg og veltu :) Eftir matinn fórum við í göngutúr um garðinn, Stefáni fannst það ekkert skemmtilegt og kvartaði þó svo að honum væri hossað og settur á öxl. Við kvöddum svo um ellefu leytið og héldum af stað í bæinn. Þegar við vorum komin fram hjá Litlu kaffistofunni rumskaði minn maður og eftir skamma stund fór hann að orga !! Hann gargaði svo það sem eftir var leiðarinnar og hætti ekki fyrr en fyrir utan húsið okkar þegar ég tók hann upp! Þegar inn kom var hann hress og kátur, brosti og skríkti. Honum finnst greinilega ekki gaman að vera fastur í bílstólnum og vera vakandi í bíl.
Stóru krakkarnir léku sér kátir í pottinum
Stefán innpakkaður í teppi sefur sæll í stólnum
Björg reynir að róa litla pirraða karlinn í gönguferðinni
Hér er hann fokreiður í fangi Magneu
En svo var líka gott að kúra hjá henni :)
Björg sýnir snilldartakta vip að rugga drengnum í stólnum :)
No comments:
Post a Comment