Lilypie Third Birthday tickers

Tuesday, July 26, 2011

Nýjustu tölur !

Í dag mættum við Stefán Sölvi á heilsugæslustöðina í 9 vikna skoðun, en reyndar er hann 10 vikna í dag :)  Við hjúkkan fórum að spjalla saman þegar hún var að mæla hann og vorum að pæla í hvort ekki hefði hægst á þyngdaraukningunni.  Ég sagði að hann væri farinn að æla meira en hann gerði svo að það gæti vel verið.  Síðan var drengnum vippað upp á vigtina og þá kom sannleikurinn í ljós !  Hann er orðinn 7665g og 62,5cm !  Það hefur aldeilis ekki dregið úr þyngdaraukningunni, þvert á móti !!  Til samanburðar má geta þess að Hilda Margrét var 6700g þegar hún var tveggja mánaða svo að hann slær henni léttilega við !  Þriggja mánaða skoðunin verður þann 19. ágúst, Hilda var 8400g þriggja mánaða, spennandi að sjá hvort Stefán slær henni líka við þá !!

No comments:

Post a Comment