Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, July 17, 2011

Sunnudagsheimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Stefán Sölvi fer að verða sjóaður í heimsóknum í Laugardalinn.  Við Svanhildur systir skelltum okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með strákana okkar í dag.  Veðrið var afskaplega ljúft og ég labbaði fyrst til Svanhildar með vagninn og svo fórum við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.  Fyrst stoppuðum við reyndar við hjá Rannveigu frænku minni og heilsuðum upp á hana og foreldra hennar sem voru í heimsókn :)  Stefán hitti þarna marga ættingja í fyrsta sinn :)  Jæja, við örkuðum í garðinn en ungi maðurinn var ekki ánægður með vagndvölina og æsingurinn jókst eftir því sem við nálguðumst garðinn.  Ég flýtti mér því inn í garðinn og settist á bekk nálægt innganginum og gaf honum að drekka.  Hann var samt ekki sáttur eftir það og Svanhildur frænka dekraði því við hann með því að bera hann um svæðið.  Ég endaði svo á að taka hann og setja í burðarpokann og þá var prinsinn sáttur.  Hann sofnaði í pokanum en rumskaði þegar hann var settur í vagninn aftur.  Þegar við löbbuðum heim á leið varð aftur að gera stopp til að gefa litla svelg að drekka, með því móti náði ég heim með hann tiltölulega ánægðan :)  Hér eru myndir frá deginum:
 Svanhildur gefur Stefáni Sölva dekurmeðferð
 Gott að láta bera sig um
 Kominn í vísindatjaldið að skoða
 Sætu frændurnir þeir Óli og Steinar fóru í barnalestina - Stefán fær að prófa síðar :)
 Það þurfti á tímabili að hlífa unganum frá sólinni
Virðulegur í burðarpoka hjá mömmu :)

1 comment:

  1. Hann er svo endalaust mikið krútt, elsku hlunkurinn! Tekur sig vel út hjá Svanhildi og í burðarpokanum.

    Kristín Anna

    ReplyDelete