Stefán Sölvi er nú orðinn ansi sjóaður í ferðalögum. Við fórum sl. miðvikudag, þann 13. júlí, upp í Húsafell að heimsækja Cindy vinkonu og fjölskyldu sem var þar í bústað. Kristín Anna vinkona kom með. Stefán svaf eins og engill alla leiðina upp eftir en þegar í bústaðinn kom vaknaði hann upp og var pínu órólegur eftir að hafa fengið að drekka. Til allrar lukku voru margir á staðnum tilbúnir til að ganga um gólf með hann :) Ég setti hann svo í fína nýja vafningsteppið hans og varð hann aðeins rólegri við það. Loks sofnaði hann og svaf innpakkaður eins og lítil púpa :) Þegar kominn var tími til að halda heim á leið fékk herrann hressingu og var svo settur í bílinn. Hann var hinsvegar ekki alveg sáttur við það að sitja í bílstólnum og skömmu eftir brottför hófust hávær mótmæli ! Hann róaðist á tímabili eftir að við keyrðum yfir mishæðóttan veg en svo byrjaði gráturinn aftur. Við urðum loks að stoppa í vegkantinum skammt frá Akranessafleggjaranum og Stefán kom fram í til mömmu og fékk sopa. Ferðin gekk svo vel þar til komið var í bæinn og við stoppuðum til að taka bensín. Þegar búið var að fylla á tankinn var bílinn orðinn rafmagnslaus og komst ekki af stað ! Stefán var ekki sáttur við það og lét það í ljós með háværum gráti. Gunni sonur Kristínar Önnu kom svo og bjargaði okkur en það var þreyttur lítill kvartandi karl sem kom hér heim rétt fyrir kl. 1 um nótt og var dauðfeginn að fá að kúra í mömmu rúmi :)
Sæta litla púpan sefur sætt :)
Fær sér drykk undir stýri :)
No comments:
Post a Comment