Sunday, July 31, 2011
Veltikarl
Stefán var líka frekar duglegur í hreyfingum í dag. Hann lá ofan á maganum á systur sinni uppi í rúmi og náði að velta sér tvisvar sinnum frá maganum yfir á bakið. Ansi flott, þó það sé örugglega auðveldara að gera það svona liggjandi upp á einhverju heldur en að gera það frá alveg liggjandi stöðu !
Fyrsta orðið :) :) :)
Í dag vorum við í heimsókn hjá Steinku systur. Mamma hélt á Stefáni Sölva sem var eitthvað pirraður. Allt í einu segir hann hátt og skýrt: AM-maa ! Minn maður sagði bara amma án vandræða :) Reyndar bara tilviljun að hljóðin röðuðust svona en skemmtilegt að amma hans hélt einmitt á honum þegar það gerðist :D
Friday, July 29, 2011
Nokkrar myndir af aðalmanninum :)
Virðulegur í fötum frá Helen frænku, eru reyndar of stór ennþá !
Sætur að spjalla inni í rúmi
Krúttprinsinn
Sem reyndar verður stundum alveg fokreiður..
Setið í sófanum :)
Huggulegheit í mömmu rúmi
Sætur snúður í handprjónuðum fötum frá Helgu og Kristínu Önnu
Kátur karl nýkominn heim úr verslunartúr :)
Sætur að spjalla inni í rúmi
Krúttprinsinn
Sem reyndar verður stundum alveg fokreiður..
Setið í sófanum :)
Huggulegheit í mömmu rúmi
Sætur snúður í handprjónuðum fötum frá Helgu og Kristínu Önnu
Kátur karl nýkominn heim úr verslunartúr :)
Tuesday, July 26, 2011
Nýjustu tölur !
Í dag mættum við Stefán Sölvi á heilsugæslustöðina í 9 vikna skoðun, en reyndar er hann 10 vikna í dag :) Við hjúkkan fórum að spjalla saman þegar hún var að mæla hann og vorum að pæla í hvort ekki hefði hægst á þyngdaraukningunni. Ég sagði að hann væri farinn að æla meira en hann gerði svo að það gæti vel verið. Síðan var drengnum vippað upp á vigtina og þá kom sannleikurinn í ljós ! Hann er orðinn 7665g og 62,5cm ! Það hefur aldeilis ekki dregið úr þyngdaraukningunni, þvert á móti !! Til samanburðar má geta þess að Hilda Margrét var 6700g þegar hún var tveggja mánaða svo að hann slær henni léttilega við ! Þriggja mánaða skoðunin verður þann 19. ágúst, Hilda var 8400g þriggja mánaða, spennandi að sjá hvort Stefán slær henni líka við þá !!
Monday, July 25, 2011
Reykjanesið tekið með trompi
Auðvitað vorum við á faraldsfæti í dag líka :) Við skelltum okkur með Kristínu Önnu og Dodda út á Reykjanes að skoða kirkjur. Auðvitað var Stefán að fara á þessa staði í fyrsta sinn :) Við fórum fyrst að Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Dodda til sárrar skapraunar var hún læst en hann fékk að kíkja inn með aðstoð móður sinnar :) Næst skelltum við okkur inn í Keflavík þar sem við gerðum stutt stopp á bílasölu þar sem ég kíkti á skutbíl (sem mér leist ekki nógu vel á). Síðan var farið á Café Keflavík og þar fengum við okkur kaffi og kökur (þ.e.a.s. ég var sú eina sem fékk kaffi, aðrir fengu aðrar drykkjarvörur :)). Þá var farið í Skessuhelli sem er við höfnina í Keflavík. Þar inni býr risastór skessa og maður heyrði hana hrjóta þegar í hellinn var komið. Dodda leist ekkert á þetta og var dauðhræddur, Stefán bara beið í kerrunni og lét sér fátt um finnast :) Næst var farið í Garð og Útskálakirkja skoðuð. Enn og aftur var kirkjan læst og Doddi svekktur. Hann náði aftur á kíkja á glugga sem sárabót. Stefán Sölvi gerði sér lítið fyrir og kúkaði svo rækilega að þrífa þurfti bakið, bílinn og hendur mömmu. Það þurfti líka að skipta út öllum fötunum hans ! Eftir það ævintýri stoppuðum við stutt við Garðskagavita, síðan skoðuðum við Hvalsneskirkju. Því miður var hún líka læst og með ógagnsæum gluggum! Aumingja Doddi, hann komst ekki inn í neina kirkju. Eftir þetta var brunað heim á leið, Stefán var rólegur að mestu í bílnum enda orðinn vanur ferðamaður !
Doddi fær hjálp hjá mömmu sinni til að kíkja inn í Kálfatjarnarkirkju
Svaka stuð að láta mömmu lyfta sér - mamma var reyndar orðin dálítið þreytt..
Inni í Skessuhelli
Skessan ógurlega
Stefán beið í kerrunni fyrir utan :)
Útskálakirkja
Doddi fær hjálp hjá mömmu sinni til að kíkja inn í Kálfatjarnarkirkju
Svaka stuð að láta mömmu lyfta sér - mamma var reyndar orðin dálítið þreytt..
Inni í Skessuhelli
Skessan ógurlega
Stefán beið í kerrunni fyrir utan :)
Útskálakirkja
Sunday, July 24, 2011
Ferð norður í land í afmælisfagnað :)
Enn leggur Stefán Sölvi land undir fót. Í þetta skipti fór hann enn norðar en áður, alla leið að Geitaskarði í Langadal, 23.-24. júlí. Sigurður Ágústsson frændi okkar var að halda upp á fertugsafmælið sitt og efndi til nokkurskonar útihátíðar á túni í nágrenni Geitaskarðs. Þar var kátt á hjalla og margir ættingjar sem þarna hittu Stefán Sölva í fyrsta sinn :) Hann var líka vinsæll hjá fólki enda að sjálfsögðu ómótstæðilegur :) Ég var með hann í poka framan á mér hluta kvöldsins, Magga og Svanhildur frænka voru einnig duglegar að bera hann um. Þegar líða tók á kvöldið fór að kólna og þá héldum við okkur bara inni í bíl. Um miðnættið, eftir flotta brennu niður við ánna sem við Stefán horfðum á frá bílnum, keyrðum við niður á Blönduós þar sem við gistum ásamt Möggu systur í smáhýsi við ánna. Svanhildur og Steinar litli voru í öðru smáhýsi en Ragnar og Óli gistu í tjaldi við Geitaskarð. Næsta dag var svo brunað í bæinn og var Stefán þægur og góður alla leiðina enda þess gætt að fylla vel á tankinn þegar stoppað var :) Hér eru myndir frá ferðinni:
Við Stefán inni í tjaldi, þar var gott að vera enda skjól frá vindi
Svanhildur frænka var alveg til í að bera litla karlinn um
Möggu frænku fannst það heldur ekki leiðinlegt
Stefán Sölvi var greinilega ánægður með þetta
Hann var með í fjörinu langt fram eftir kvöldi :)
Við Stefán inni í tjaldi, þar var gott að vera enda skjól frá vindi
Svanhildur frænka var alveg til í að bera litla karlinn um
Möggu frænku fannst það heldur ekki leiðinlegt
Stefán Sölvi var greinilega ánægður með þetta
Hann var með í fjörinu langt fram eftir kvöldi :)
Wednesday, July 20, 2011
Ævintýraferð að Gullfossi og Geysi
Við Stefán skelltum okkur með Kristínu Önnu og Dodda í ævintýraferð að skoða náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi :) Við keyrðum af stað í blíðskaparveðri og þegar komið var í Haukadal var þar svo hlýtt að það þurfti enga yfirhöfn fyrir Stefán :) Við fórum og fylgdumst með Strokki gjósa. Doddi var afar spenntur fyrir því að sjá hverinn gjósa, kallaði hann að vísu foss :) Stefán var hinsvegar aðallega spenntur fyrir því að fá mjólk að drekka og settumst við á bekk með útsýni yfir hverinn og herrann drakk meðan ég horfði á hvert gosið á eftir öðru. Næst var haldið að Gullfossi sem skartaði sínu fegursta að vanda. Sólin skein og ég notaði bleiu til að hlífa Stefáni við sólinni. Kominn var tími til að skipta á unganum en þar sem engin skiptiaðstaða var á svæðinu var skipt á honum á piknik borði bak við hús :) Við ákváðum svo að fara á Laugarvatn og fá okkur ís. Þar hittum við Júlíönu og Matta með krakkana og var spjallað meðan við hámuðum í okkur ísinn. Stefán að sjálfsögðu fékk hressingu líka, í fljótandi formi :) Í bakaleiðinni komum við svo við og skoðuðum Kotstrandarkirkju. Hún var lokuð, Dodda til mikillar vonbrigða, en við gátum gægst á gluggann. Stefán fékk sér hressingu á bekk í kirkjugarðinum, síðan var brunað í bæinn: Frábær dagur í góðum félagsskap og fullt af hlutum sem Stefán gerði í fyrsta sinn :D
Doddi og Kristín að bíða eftir gosi úr Strokki
Við Stefán við Strokk
Við Stefán við Gullfoss
Bleian skýldi Stefáni fyrir sólinni sem glampaði á okkur og fossinn :)
Doddi og Kristín að bíða eftir gosi úr Strokki
Við Stefán við Strokk
Við Stefán við Gullfoss
Bleian skýldi Stefáni fyrir sólinni sem glampaði á okkur og fossinn :)
Tuesday, July 19, 2011
Fyrsta skipti á róló og í heimsókn til Helenar frænku :)
Enn og aftur gerir Stefán Sölvi eitthvað í fyrsta sinn :) Í þetta skipti var það að fara í fyrsta skipti á róló. Við brugðum okkur á leikvöllinn hjá leikskólanum Stakkaborg með Kristínu Önnu og Dodda syni hennar. Stefán svaf þessa fyrstu heimsókn að vísu af sér og það var Doddi sem sá um að leika sér á vellinum :) Á næsta ári verður Stefán örugglega sprækari á róló en í dag :) Í eftirmiðdaginn fór ég svo og sótti bílinn minn í viðgerð og þá skruppum við í leiðinni í heimsókn til Helenar frænku. Stefán var nú fjörugari þar en á róluvellinum og var alveg til í að spjalla við Helen, Atla og ömmu sína. Nóa kisa leist ekkert á þennan litla mann og lét sig hverfa þegar hann heyrði í honum :) Hann grunar örugglega að þarna sé á ferðinni lítill terroristi sem muni elta hann í framtíðinni. Mig grunar að það gæti gerst :) Hér eru myndir frá deginum: Stefán sefur sæll á róló
Það var mun meira fjör hjá Dodda sem þarna er að róla með aðstoð mömmu sinnar :)
Kúrt hjá Helen frænku :)
Það var mun meira fjör hjá Dodda sem þarna er að róla með aðstoð mömmu sinnar :)
Kúrt hjá Helen frænku :)
Setið hjá ömmu :)
Sunday, July 17, 2011
Sunnudagsheimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Stefán Sölvi fer að verða sjóaður í heimsóknum í Laugardalinn. Við Svanhildur systir skelltum okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með strákana okkar í dag. Veðrið var afskaplega ljúft og ég labbaði fyrst til Svanhildar með vagninn og svo fórum við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fyrst stoppuðum við reyndar við hjá Rannveigu frænku minni og heilsuðum upp á hana og foreldra hennar sem voru í heimsókn :) Stefán hitti þarna marga ættingja í fyrsta sinn :) Jæja, við örkuðum í garðinn en ungi maðurinn var ekki ánægður með vagndvölina og æsingurinn jókst eftir því sem við nálguðumst garðinn. Ég flýtti mér því inn í garðinn og settist á bekk nálægt innganginum og gaf honum að drekka. Hann var samt ekki sáttur eftir það og Svanhildur frænka dekraði því við hann með því að bera hann um svæðið. Ég endaði svo á að taka hann og setja í burðarpokann og þá var prinsinn sáttur. Hann sofnaði í pokanum en rumskaði þegar hann var settur í vagninn aftur. Þegar við löbbuðum heim á leið varð aftur að gera stopp til að gefa litla svelg að drekka, með því móti náði ég heim með hann tiltölulega ánægðan :) Hér eru myndir frá deginum:
Svanhildur gefur Stefáni Sölva dekurmeðferð
Gott að láta bera sig um
Kominn í vísindatjaldið að skoða
Sætu frændurnir þeir Óli og Steinar fóru í barnalestina - Stefán fær að prófa síðar :)
Það þurfti á tímabili að hlífa unganum frá sólinni
Virðulegur í burðarpoka hjá mömmu :)
Svanhildur gefur Stefáni Sölva dekurmeðferð
Gott að láta bera sig um
Kominn í vísindatjaldið að skoða
Sætu frændurnir þeir Óli og Steinar fóru í barnalestina - Stefán fær að prófa síðar :)
Það þurfti á tímabili að hlífa unganum frá sólinni
Virðulegur í burðarpoka hjá mömmu :)
Saturday, July 16, 2011
Heimsókn til Bjargar vinkonu og fjölskyldu í bústaðinn Músakot :)
Við Stefán Sölvi fórum ásamt Magneu vinkonu og börnunum hennar í heimsókn til Bjargar vinkonu og hennar fjölskyldu sem dvelur í bústað á Suðurlandi. Fyrst þurfti ég að bjarga bilaða bílnum mínum á verkstæði en við komumst loks út úr bænum um kl. 4. Ferðin gekk vel en við villtumst reyndar aðeins þegar komið var á staðinn, keyrðum aðeins of langt :) Það var fljótt leiðrétt og við komum inn í Músakot þar sem okkur var vel fagnað :) Stefán svaf hinn rólegasti í stólnum sínum lengi vel og hafði engar áhyggjur af öllu talinu í kringum sig. Aron sonur Bjargar kom og kíkti á hann og spurði svo "Can I pet him" og vakti það mikla kátínu hjá viðstöddum :) Hann vaknaði svo og fékk að borða, var svo í stólnum sínum meðan ég borðaði og sofnaði eftir smá vagg og veltu :) Eftir matinn fórum við í göngutúr um garðinn, Stefáni fannst það ekkert skemmtilegt og kvartaði þó svo að honum væri hossað og settur á öxl. Við kvöddum svo um ellefu leytið og héldum af stað í bæinn. Þegar við vorum komin fram hjá Litlu kaffistofunni rumskaði minn maður og eftir skamma stund fór hann að orga !! Hann gargaði svo það sem eftir var leiðarinnar og hætti ekki fyrr en fyrir utan húsið okkar þegar ég tók hann upp! Þegar inn kom var hann hress og kátur, brosti og skríkti. Honum finnst greinilega ekki gaman að vera fastur í bílstólnum og vera vakandi í bíl.
Stóru krakkarnir léku sér kátir í pottinum
Stefán innpakkaður í teppi sefur sæll í stólnum
Björg reynir að róa litla pirraða karlinn í gönguferðinni
Hér er hann fokreiður í fangi Magneu
En svo var líka gott að kúra hjá henni :)
Björg sýnir snilldartakta vip að rugga drengnum í stólnum :)
Stóru krakkarnir léku sér kátir í pottinum
Stefán innpakkaður í teppi sefur sæll í stólnum
Björg reynir að róa litla pirraða karlinn í gönguferðinni
Hér er hann fokreiður í fangi Magneu
En svo var líka gott að kúra hjá henni :)
Björg sýnir snilldartakta vip að rugga drengnum í stólnum :)
Ferð nr. 2 í Húsafell :)
Stefán Sölvi er nú orðinn ansi sjóaður í ferðalögum. Við fórum sl. miðvikudag, þann 13. júlí, upp í Húsafell að heimsækja Cindy vinkonu og fjölskyldu sem var þar í bústað. Kristín Anna vinkona kom með. Stefán svaf eins og engill alla leiðina upp eftir en þegar í bústaðinn kom vaknaði hann upp og var pínu órólegur eftir að hafa fengið að drekka. Til allrar lukku voru margir á staðnum tilbúnir til að ganga um gólf með hann :) Ég setti hann svo í fína nýja vafningsteppið hans og varð hann aðeins rólegri við það. Loks sofnaði hann og svaf innpakkaður eins og lítil púpa :) Þegar kominn var tími til að halda heim á leið fékk herrann hressingu og var svo settur í bílinn. Hann var hinsvegar ekki alveg sáttur við það að sitja í bílstólnum og skömmu eftir brottför hófust hávær mótmæli ! Hann róaðist á tímabili eftir að við keyrðum yfir mishæðóttan veg en svo byrjaði gráturinn aftur. Við urðum loks að stoppa í vegkantinum skammt frá Akranessafleggjaranum og Stefán kom fram í til mömmu og fékk sopa. Ferðin gekk svo vel þar til komið var í bæinn og við stoppuðum til að taka bensín. Þegar búið var að fylla á tankinn var bílinn orðinn rafmagnslaus og komst ekki af stað ! Stefán var ekki sáttur við það og lét það í ljós með háværum gráti. Gunni sonur Kristínar Önnu kom svo og bjargaði okkur en það var þreyttur lítill kvartandi karl sem kom hér heim rétt fyrir kl. 1 um nótt og var dauðfeginn að fá að kúra í mömmu rúmi :)
Sæta litla púpan sefur sætt :)
Fær sér drykk undir stýri :)
Sæta litla púpan sefur sætt :)
Fær sér drykk undir stýri :)
Monday, July 11, 2011
Viðburðarrík helgi :)
Síðastliðna helgi var Stefán Sölvi á fullu við að gera eitthvað í fyrsta sinn, eins og venjulega :) Á laugardaginn fórum við í gönguferð niður í bæ með Svanhildi, Guðlaugu og litlu strákunum og skelltum okkur á Sólon kaffihúsið. Stefán hafði ekki áhuga á þeim veitingum sem þar voru í boði en fékk sér bara mjólk úr mömmubrjósti í staðinn :) Svo kom næsta nýja upplifun - tókum strætó heim svo nú hefur sá stutti prufað það :) Við fórum svo í heimsókn til Steinku systur og slöppuðum af í garðinum hjá henni. Á sunnudaginn fórum við svo í Perluna með Kristínu Önnu en þangað hafði Stefán ekki komið áður :D. Við fengum okkur snarl og löbbuðum hring á útsýnispallinum. Stefán svaf vært allan tímann. Svo var haldið í Fjölskyldu og húsdýragarðinn með Svanhildi og strákunum. Þar með hefur prinsinn prófað að koma þangað í fyrsta sinn :) Stefán vaknaði undir lok dvalarinnar og fékk að drekka við sjoppuna í Fjölskyldugarðinum. Það var farið að kólna svo við skelltum okkur heim. Alltaf nóg að gera hjá okkur :)
Stefán fær sér hressingu í Fjölskyldugarðinum
Bara huggulegt
Á brúnni milli garðanna
Sýndi selunum engan áhuga - þeir svöruðu í sömu mynt :)
Stefán fær sér hressingu í Fjölskyldugarðinum
Bara huggulegt
Á brúnni milli garðanna
Sýndi selunum engan áhuga - þeir svöruðu í sömu mynt :)
Wednesday, July 6, 2011
Göngutúr um Grasagarðinn
Í dag skruppum við Stefán Sölvi í göngutúr um Grasagarðinn með Júlíönu vinkonu. Við svindluðum svolítið, keyrðum á staðinn með vagninn og löbbuðum frá bílastæðinu :) Við tókum góðan hring um garðinn, löbbuðum líka út að gömlu þvottalaugunum og stoppuðum svo á Kaffi Flóru og fengum okkur hressingu. Þegar við lögðum af stað frá Kaffi Flóru vaknaði Stefán og vildi líka fá veitingar :) Ég settist því með hann á bekk og drengsi fékk sér að borða úti í fyrsta sinn :) Við fórum svo heim og hvíldum okkur aðeins, svo fórum við í heimsókn til Júlíönu í Mosfellsbæinn um kvöldið. Stefán svaf að mestu en náði aðeins að láta ljós sitt skína, meðal annars með því að kúka í gegnum fötin sín og þurfti hann því að vera á bleiunni vafinn inn í teppi hluta tímans ! Hér eru myndir af okkur í Grasagarðinum :)
Gott að fá hressingu úti :)
Alltaf falleg í Grasagarðinum :)
Gott að fá hressingu úti :)
Alltaf falleg í Grasagarðinum :)
Tuesday, July 5, 2011
Heimsókn til Kerans og fjölskyldu :)
Við skruppum í heimsókn til Kerans og fjölskyldu hans í dag. Ég vildi sýna Keran gæjann sem leyndist í bumbunni minni :) Keran var frekar hissa að sjá mig með lítið kríli og þegar Stefán fór að öskra seinna fannst honum nóg komið, alveg nóg að hafa litla bróður til að skapa læti á heimilinu :) Við Sigrún prófuðum að skipta á sonum, ég hélt á Alexander sem er níu dögum eldri en Stefán og hún fékk að prófa hlunkinn minn :) Alexander var léttur sem fjöður fannst mér, enda bara venjulegur drengur ekki hlunkabarn :) Stefán fékk að prófa ömmustól með titringi, tónlist og ljósum en hann dugði ekki til að halda honum rólegum, hann vildi bara fá að drekka :) Hér eru myndir frá heimsókninni:
Stefán Sölvi heilsar upp á Keran :)
Alexander og Stefán Sölvi kúra saman
Stefán er ekki eins þægur og Alexander, heimtaði athygli og þjónustu :)
Sætu bræðurnir :)
Stefán Sölvi heilsar upp á Keran :)
Alexander og Stefán Sölvi kúra saman
Stefán er ekki eins þægur og Alexander, heimtaði athygli og þjónustu :)
Sætu bræðurnir :)
Subscribe to:
Posts (Atom)