Thursday, September 29, 2011
Veltikarl :)
Stefán Sölvi velti sér frá bakinu yfir á magann í fyrsta sinn þriggja og hálfs mánaða, fokreiður að reyna að ná í brjóst :) Hann hefur svo velt sér 2x síðan en ekki verið mikið að pæla neinum svona hreyfingum. En í kvöld varð breyting þar á. Allt í einu fattaði hann hreyfanleika sinn og var búinn að snúa sér í hálfhring skömmu eftir að ég lét hann á leikteppið. Síðan velti hann sér frá bakinu yfir á magann 3x með stuttu millibili og sperrti upp fætur og höfuð eins og selur á steini þegar á mallann var komið :) Reynt var að ná myndbandi af þessum tilraunum en hann fór ekki alveg yfir á magann þegar við vorum að taka upp, dæmigert. Greinilegt er að nú er minn maður farinn að láta sig dreyma um að komast af stað í lífinu !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment