Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, September 21, 2011

Nóg að gera um helgina :)

Við Stefán Sölvi höfðum nóg að gera um síðustu helgi.  Á föstudaginn fórum við í afmæli til Eyrúnar, dóttur hennar Sifjar, en hún varð 5 ára þennan dag.  Það var mikið fjör í afmælinu en Stefán var ekki alveg í stuði og lagði sig því um stund :)  Á laugardaginn fórum við í ungbarnasundið með Magneu og var herrann ekki alveg upp á sitt besta þar, vildi eiginlega helst slappa af í fangi og fá að fljóta.  Hann kafaði samt tvisvar eins og herforingi :)  Á laugardagskvöldið fórum við í heimsókn til Sigrúnar og Víðis og höfðum það huggulegt þar.  Stefán Sölvi samþykkti ekki að liggja lengi á gólfinu en sættist á að horfa á sjónvarpið með okkur gegn því að fá að hnoðast nóg í fangi :)  Á sunnudaginn fórum við fyrst til Helenar systur en þar voru samankomin amma, Svanhildur, Guðlaug, Magga, Óli, Steinar og Arna Rún, auk húsráðenda að sjálfsögðu.  Stefáni fannst gaman að venju að fylgjast með stóru krökkunum og gott var að fá knús frá öllum frænkunum :)  Næst var svo afmæli hjá Dodda hennar Kristínar Önnu, en hann varð 4 ára þann 11. september.  Þar var mikið um dýrðir og fullt af fólki sem var til í að kjá framan í drenginn og halda á honum :)  Þegar gestirnir voru farnir fékk Stefán Sölvi gullfallega prjónaða peysu og skrímslabuxur að gjöf frá Kristínu.  Doddi fékk eins peysu og við klæddum þá í peysurnar og mynduðum þá saman.  Alveg eins og bræður sitjandi í sófanum í flottu peysunum sínum :)  Þetta var sem sagt afar góð helgi hjá okkur mæðginum.
 Stefán glaðhlakkalegur í nýju peysunni
 Fallegu drengirnir í fínu peysunum sínum
 Kíkja á hvern annan með aðdáun :)

Kristín knúsar strákana sína :)

No comments:

Post a Comment