Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, September 4, 2011

Afmælisveislur :)

Stefán Sölvi fór í tvær afmælisveislur um helgina.  Sú fyrri var á laugardaginn hjá henni Hrafndísi Jónu sem verður tveggja ára þann 6. september.  Stefán var bara hress í veislunni, naut þess að fá athygli og sjá aðra krakka.  Hann varð samt frekar þreyttur á þessu og steinsofnaði í fangi Kristínar Óskar móðursystur afmælisbarnsins :).  Á sunnudaginn fórum við svo í afmæli Örnu Rúnar frænku sem verður 4 ára þann 5. september.  Ekki fékk Stefán minni athygli þar, mamma fékk hann varla í fangið allan tímann.  Frændur hans og frænkur af yngri kynslóðinni skemmtu honum vel en aðeins þurfti að stoppa afmælisbarnið í að leika sér að höfðinu á honum...  Semsagt, alger partíhelgi hjá Stefáni sem er orðinn vel sjóaður í veislum og mannfögnuðum :)
 Hrafndís Jóna afmælisprinsessa
Stefán að detta út í fanginu á Kristínu Ósk
 Stefán hjá Guðlaugu frænku í afmæli Örnu Rúnar
 Stefán, Guðlaug og afmælisprinsessan Arna
 Stefán og Úlfhildur frænka :)
Stefán að sofna í fangi Svanhildar frænku

No comments:

Post a Comment