Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, September 3, 2011

Grímubúningspartí !!

Stefán Sölvi brá undir sig betri fætinum og mætti í tvö grímubúningspartí með mömmu í kvöld :)  Partíin voru haldin til að hita upp fyrir grímuball sem mamma var að fara á seinna um kvöldið.  Stefán kom klæddur sem stúlka að nafni Stefanía og vakti mikla lukku :)  Hann var vakandi í báðum partíum, sofnaði aðeins á leiðinni heim og var svo ELDHRESS þegar mamma ætlaði á ballið.  Svo hress að hann fékk sitt fyrsta alvöru hláturskast í fanginu á Hildu systur.  Var yndislegt að sjá hann og heyra í honum, hann kastaði alveg höfðinu aftur og hló með galopinn munn :)  Mamma skrapp á ballið og eftir smá slagsmál sofnaði Stefán/Stefanía í ömmustólnum.  Mamma gat samt ekki verið lengi fjarri gullinu sínu og var komin heim eftir einn og hálfan tíma :)
 Stefanía litla komin í klærnar á vampíru :)
 Hún slapp til allrar lukku heil á húfi :)
 Magnea bleika barnapían fékk að passa Stefaníu
 Stefanía og ein svaka bleik
Grýla kom og ætlaði að troða Stefaníu í pokann sinn en hún slapp því hún er svo góð :)

No comments:

Post a Comment