Á miðvikudaginn fórum við Stefán Sölvi til Hrundar vinkonu minnar í Vesturbænum á vinkvennahitting :) Ég, Sif, Stína og Kata vinkonur mínar mættum keikar með börnin okkar og Hrund sem er barnlaus fékk allt sem fylgir barnastússinu beint í æð :) Það var verið að gefa brjóst, skipta á bleium og elda lítinn fjörkálf út um allt :) Þetta var alveg ofsalega gaman, við lögðum saman í púkkið og vorum með mat og eftirrétti og svo var spjallað og hlegið saman :) Þetta verður bara fyrsti svona hittingur af mörgum spái ég :) Hér eru myndir sem teknar voru við þetta tækifæri:
Herra Stefán með skrítin svip
Stefán Sölvi, Ægir og Vigdís Una :)
Vigdís Una sæta mús, dóttir Stínu
Ægir krúttkarl, sonur Sifjar
Vilhjálmur Jarl orkubolti :), sonur Kötu. Iðunn systir hans mætti en náðist ekki á mynd :)
No comments:
Post a Comment