Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, September 24, 2011

Vinkonuhittingur

Það var sko nóg að gerast í dag !  Eftir ungbarnasund og skírn fórum við Stefán Sölvi heim og fengum svo Maríu, Magneu og Helgu Guðrúnu vinkonur í heimsókn og börnin þeirra, þau Bryndisi Huld, Eyrúnu og Bjarna Jóhann.  Stefán svaf nú af sér þessa heimsókn að mestu, en vaknaði að lokum og fékk þá ómælda athygli frá Eyrúnu 7 ára, sem var búin að bíða afar spennt eftir að hann vaknaði og strjúka honum oft um kinnina.  Við smelltum krílunum okkar auðvitað saman í sófann og tókum myndir af þeim :)  Eyrún fékk að halda á Stefáni og var hæstánægð með það :D  María og Bryndís Huld færðu Stefáni flottan regnhatt sem mun skýla honum fyrir veðri og vindum í framtíðinni :D  Þetta var afar ljúfur hittingur og við vinkonurnar erum að hugsa um að skipuleggja Akureyrarferð fyrir jólin til að heimsækja Maríu :)  Stefán Sölvi fær að sjálfsögðu að koma með.
 Eyrún stolt og ánægð með Krílríkinn í fanginu
 Bryndís Huld (3), Eyrún(7), Stefán Sölvi(0) og Bjarni Jóhann (3)
Sætu krúttin !

No comments:

Post a Comment