Við Stefán Sölvi mættum beint úr ungbarnasundinu í skírn hjá litla bróður hans Kerans, hans Alexanders. Alexander var í gullfallegum hekluðum skírnarkjól og var svo þægur að hann svaf í gegnum alla athöfnina :) Hann fékk nafnið Alexander Stueland. Keran stóri bróðir fylgdist með öllu og fékk að halda á skírnarkerti bróður síns en hans kerti fékk einnig að loga. Stefán var frekar sprækur í veislunni en þurfti að vísu að skipta um alklæðnað út af smá bleiuslysi.. Hann fékk að liggja á leikteppi með Alexander og var ánægður svo lengi sem einhver var að hrista dót fyrir hann :) Stefán heilsaði líka upp á Keran og fannst barkinn á öndunarvélinni hans afar spennandi. Hann fékk líka að knúsa Keran aðeins :) Keran var nú ekki alveg viss um hvað honum ætti að finnast um það :) Þetta var frábær veisla og við skemmtum okkur vel bæði tvö, enda fékk Stefán fullt af athygli, nokkuð sem honum líkar vel. Hér eru nokkrar myndir frá skírninni:
Sigrún og Óli Ásgeir með Alexander skírnarbarn og Stefán Sölva
Og hér hafði Ylfa frænka Kerans og Alexanders bæst í hópinn, hún er aðeins yngri en strákarnir
Stefán heilsar upp á Keran
Og hér gefur hann Keran knús :)
No comments:
Post a Comment