Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, September 24, 2011

Fleiri myndir úr ungbarnasundi

Kristín Anna kom með okkur í ungbarnasundið í dag.  Hún fór ekki ofan í laugina en sá um að klæða Stefán Sölva í og úr og tók myndir af okkur meðan hún fylgdist með tímanum.  Stefán prófaði nýja gerð köfunar, höfrungaköfun, hann var sáttur þegar Erla sundkennari lét hann gera það en frekar fúll þegar mamma var að prufa. Við gerðum líka æfinguna þar sem börnin eru látin standa í lófa foreldris og í þetta skipti tókst mér að fá hann til að standa í fæturnar tvisvar sinnum :)  Hér eru myndir frá tímanum :)
 Við mæðgin að hafa það gott í lauginni
 Stefán Sölvi stendur í lófa mömmu
 Og hér gerir hann það aftur
 Mamma að puðra á magann á litla kút
 Fær knús eftir köfun
 Ljúft að fljóta um í mömmu fangi
Aðeins verið að reyna að reisa sig við í slökunaræfingu

No comments:

Post a Comment