Hún Magnea var svo góð að fara með okkur í ungbarnasund í dag. Stefáni fannst gott að hvíla á öxlinni á henni og láta kroppinn fljóta í vatninu :) Magnea fékk að gera æfingar með krúttikarlinum en þegar við reyndum að fá hann til að standa í lófanum á mér gekk það ekki, hann fékk bara brauðfætur :) Erla sundkennari tók hann og lét hann sitja í lófanum á sér og hann skælbrosti þegar hún hélt honum hátt á loft :) Hér eru myndir af prinsinum með Magneu í lauginni :)
Gæinn kominn í laugina með Magneu sinni :)
Gott á kúra á öxlinni á henni
Ó svo afslappandi :)
No comments:
Post a Comment