Á föstudaginn fórum við Stefán Sölvi upp í Guðmundarlund fyrir ofan Kópavog en starfsmannafélagið í vinnunni hafði efnt til stuttrar haustferðar þangað sem enda átti með grillveislu. Mikil afföll urðu úr hópi þeirra sem ætluðu að mæta svo við vorum bara fimm fullorðin og einn lítill ungi. Við fórum fyrst í gönguferð um lundinn og upp á hæðina fyrir ofan hann. Ólöf vinkona var svo góð að taka Stefán Sölva í burðarpoka framan á sér svo að mamma gamla gat skoppað um svæðið létt á tá. Eftir göngutúrinn grilluðum við lambakjöt og kjúklingabringur og nutum þess að borða úti í frábæru veðri. Stefán fékk mjólk að drekka og var sáttur við að sleppa kjötinu að þessu sinni :) Svo var keyrt heim á leið og ungi maðurinn steinsofnaði í bílnum, þreyttur eftir útiveruna :)
Stefán Sölvi liggur innpakkaður á borði í grillskýlinu
Ólöf komin með herramanninn framan á sig :)
Verið að skoða styttu af Guðmundi sem ræktaði upp lundinn
Og hér er hópurinn kominn upp fyrir lundinn að njóta útsýnisins
Krílríkurinn minn beið í kerrunni meðan við borðuðum :)
No comments:
Post a Comment