Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, October 1, 2011

Ævintýrið með gulrótarkökuna - eða þegar Stefán smakkaði annað en brjóstamjólk í fyrsta sinn :)

Steinka systir á afmæli í dag svo við Stefán Sölvi skelltum okkur í kaffi til hennar eftir ungbarnasundið.  Ég keypti gulrótarköku og tók með mér en þegar við héldum heim á leið lét Steinka okkur hafa afganginn af henni með heim.  Það var um helmingur eftir, kakan var í pappaformi með plastloki.  Ég lagði kökuna ofan á Stefán í barnabílstólnum á leiðinni út í bíl, skellti honum inn og keyrði svo heim.  Þegar ég steig út úr bílnum hér heim og ætlaði að taka soninn út blasti við mér ótrúleg sjón.  Drengurinn var allur út í kremi !  Það var krem í kringum munninn, á höndunum, á peysunni hans, á böndunum á húfunni og á beltunum á bílstólnum !! Í kjöltu hans lá ansi löskuð gulrótarkaka, mínus plastlok, með mikið af krafsförum í kreminu !  Því miður var myndavélin rafmagnslaus svo ég gat ekki tekið mynd af herlegheitunum :)  Þar sem hendurnar og munnurinn voru útsvínuð er ekki spurning að eitthvað af kreminu hefur ratað í munninn á honum.  Ekki var að sjá að honum hafi orðið meint af því en ég hafði nú hugsað mér að gefa honum eitthvað annað að borða í fyrsta sinn!

No comments:

Post a Comment