Wednesday, October 12, 2011
Sumir eru farnir að hreyfa sig ansi mikið!
Stefán Sölvi er búinn að uppgötva að hann getur hreyft sig á ýmsan máta og æfir sig mikið þessa dagana. Hann er orðinn duglegur í að velta sér á magann og þegar hann er uppi í rúmi hjá mér tekst honum oft að velta sér yfir á bakið aftur. Honum gengur aðeins verr með það þegar hann er á gólfinu frammi enda ekki eins mjúkt :) Í dag lagði ég hann á leikteppið og lét lappirnar á honum snúa inn að sófaborðinu. Eftir fimm mínútur var hann búinn að snúa sér við svo að fæturnar voru komnar út á gólf. Næsta sem ég sá þá var hann búinn að snúa sér yfir á magann. Ég var að spjalla í símann og kíkti því ekki stöðugt á hann en svo sé ég allt í einu að hann er kominn út á gólf! Ferðalaginu lauk þannig að hann hafði náð að ýta sér aftur á bak að borðstofuborðinu og sat fastur með fæturnar sitthvoru megin við einn stólfótinn :) Þá varð hann auðvitað fúll og kallaði á mömmu. Það virðist vera að sumir séu að flýta sér að verða fullorðnir, vill komast áfram í lífinu !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment