Thursday, October 20, 2011
Fimm mánaða skoðun
Í dag mættu við Stefán Sölvi í fimm mánaða skoðun í heilsugæsluna í Drápuhlíð. Nýjustu tölur eru: 10.330g og 70,5 cm ! Hann er vel yfir kúrfunni bæði í lengd og þyngd. Svo fékk litla greyið tvær sprautur og þá var mikið grátið. Skv. hjúkkunni er nýja bóluefnið við eyrnabólgu að valda börnum einhverjum óþægindum, amk gráta þau meira þegar þau fá þá sprautu en þau gera við aðrar sprautur. Stefán fyrirgaf hjúkkunni að lokum og var farinn að senda henni leiftrandi bros eftir smá stund :) Spennandi að sjá hvort hann nær að jafna met systur sinnar, 11 kg sex mánaða, hann er nákvæmlega jafn þungur og hún var fimm mánaða svo það gæti vel gerst :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment