Við Stefán Sölvi fórum með Gunnellu vinkonu á Þingvelli í dag. Enn og aftur í fyrsta sinn sem Stefán gerir eitthvað :) Við Gunnella höfum nú komið á staðinn áður (meira en nokkrum sinnum :)) en sjaldan í jafn dásamlegu haustveðri. Það var blankalogn og glampandi sólskin ! Við gengum um allt svæðið, skoðuðum gjánna, fossinn, Flosagjá, kirkjuna, kirkjugarðinn og gamla bæinn. Stefán var í burðarpoka framan á mér en ég fór ekki að finna fyrir því að bera hann fyrr en kom að því að ganga upp að Öxarfossi. Hann hafði það gott í pokanum, steinsofnaði bara á tímabili :) Gunnella tók hrúgu af ljósmyndum og skoppaði um hraunið, við Stefán héldum okkur á viðurkenndum stígum. Hér eru myndir frá deginum:
Stefán Sölvi á útsýnispallinum við enda Almannagjár
Útsýnið fína !
Gunnella brá sér aðeins inn í sprungu :)
Við Stefán í gamla kirkjugarðinum
No comments:
Post a Comment