Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, October 15, 2011

Barnastóllinn prófaður í fyrsta sinn :)

Jæja, í dag prófaði Stefán Sölvi að sitja í barnastólnum sínum í fyrsta sinn.  Mömmu gekk nú ekki alveg nógu vel að stilla hann svo að fyrst gekk erfiðlega að setja herrann í hann, svo var erfitt að taka hann úr aftur !  Mamma varð hreinlega að losa skrúfur og taka eitt stykki af til að frelsa karlgreyið :)  Hann fékk svo að prófa að sitja við borðið meðan mamma borðaði með þremur vinkonum sínum sem voru að halda pizzapartí á staðnum :)  Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að prófa stólinn, var afar stoltur af sjálfum sér !  Hér eru myndir frá þessum merkisatburði :
 Þetta er stuð!
 Hvað segir þú, á maður að borða þegar maður situr í svona stól ?
 Vá hvað ég er töff þegar ég sit svona

Party time !

No comments:

Post a Comment