Stefán brallaði margt meðan hann var í útlöndum. Hann stundaði það meðal annars að taka til í dótinu hennar Sonju, henni til mikillar skapraunar. Hann var afar hrifinn af henni og reisti sig gjarnan upp við stóla sem hún sat eða stóð í . Dömunni fannst það nú ansi ógnandi og var ekki alveg nógu ánægð með athyglina. Þau náðu samt að vera friðsamleg saman stundum, sérstaklega þegar þau voru að horfa á myndbönd í Ipadinum :) Stefán æddi um allt húsið og djöflaðist í öllu sem á vegi hans varð. Hann lagði þó ekki í að fara inn í skrifstofuna hans Sören fyrr en við vorum búin að vera þarna í meira en viku. Sören og ég bönnuðum honum að fara inn en þrjóski litli reyndi aftur og aftur. Þá setti Sören kassa fyrir dyrnar... en minn maður klifraði bara upp á þá og ætlaði yfir! Hann lærði líka af Sonju að klifra upp í litla barnastólinn hennar og setjast þar og standa. Hann náði líka að detta úr honum við bröltið ! Hér eru nokkrar myndir frá dvölinni:
Stefán elskaði skriðgöngin hennar Sonju
Fór fram og til baka í þeim og hló glaðlega :)
Horft á youtube með Sonju
Skoðar í brennikörfuna
Gaman að þessum brennikubbum!
Glaði karlinn
Fékk að skoða páskaeggið mitt :)
Klifrað upp í stólinn hennar Sonju
Afar stoltur af sjálfum sér :D
Hahhaha hressi karlinn
Prófar risabarnastól í BabySam
Svalur gæi með sólgleraugu (sem voru á í 10 sek)
Ýtir Sonju á sparkbílnum :)
Í stuði á kaffihúsi í Slotsarkaden í Hilleröd
Sefur sætt í kerrunni
Uppgötvar mold í fyrsta sinn
Afar spennandi !
Alltaf gaman að leika sér
Langar inn á skrifstofuna hans Sörens ! En búið að setja kassa fyrir dyrnar!
En þá klifrar maður bara yfir kassana !
Prófar leiktæki á bókasafninu í Lynge
Kíkt í þvottavélina
Jip, hún er tóm !
Prófaði runnann í heimreiðinni :)
Hefði mest viljað setjast í ömmustólinn í Baby Sam! Snilld!
ReplyDeleteJá segðu, hefði viljað ná mynd af því :)
ReplyDelete