Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, April 7, 2012

Påskefrokoster :)

Á föstudeginum langa og laugardeginum fyrir páska vorum við Stefán svo heppin að taka þátt í tveimur påskefrokoster :)  Á föstudaginn voru það foreldrar Sörens sem komu og snæddu með okkur og fannst Stefáni gaman að heilsa upp á nýtt fólk og prófa nýjan mat.  Á laugardaginn kom svo vinafólk Hildar og Sörens og ekki fannst Stefáni það síðra.  Honum fannst bjórdósirnar í höndum karlanna ansi spennandi, er greinilega sonur mömmu sinnar... Hann fékk að smakka sitt lítið af hverju en fannst sérstaklega gott að fá rúgbrauð með túnfiskssalati og brauð með karrísíld :)  Litli sælkerinn minn :) Hann lenti í smá óhappi þegar hann var búinn að borða, datt fram fyrir sig og sprengdi vörina.  Það var mikið grátið og blóðið flæddi, en til allrar lukku var hann fljótur að jafna sig.   Hann fékk að vera vakandi til níu og taka þátt í fjörinu, þótti ansi fúlt þegar mamma fór bara inn og svæfði hann.  Mikill partímaður hér á ferð :)
Påskefrokost á laugardegi

No comments:

Post a Comment