Lilypie Third Birthday tickers

Monday, April 9, 2012

Danmarks Akvarium

Á öðrum í páskum skelltum við okkur í Danmarks Akvarium enda rigning úti og ekkert spennandi að vera utandyra..  Krílunum fannst ekkert smá gaman að skoða fiskana enda margir hverjir mjög litríkir og flottir.  Þarna voru líka skjaldbökur og krókódílar en Stefáni fannst sérstaklega gaman að fylgjast með skjaldbökunum synda.  Þarna var borð með litum og blöðum svo börnin gætu teiknað fiskana, Sonja settist niður og litaði og lék sé með litina, Stefán fékk líka að prófa að setjast niður en hann skemmti sér bara við að éta litina :)  Við fengum okkur hressingu í kaffiteríunni og fórum svo í kjallarann þar sem börnin fengu að snerta alvöru sjávardýr í sýningarkerjum.  Stefáni fannst reyndar aðallega gaman að sulla í vatninu en náði reyndar taki á einum krossfiski sem hann svipti upp og hefði án efa stungið í munninn ef Hildur hefði ekki haft eftirlit með honum :)  Þetta náðist allt á myndband :D  Skemmtilegur dagur fyrir okkur öll :)
 Stefán skoðar fiska, skjaldbökur og krókódíl :)
 Skemmtilegar skötur !
 Sonju fannst þær flottar líka
 Var alveg heillaður af þessu
 Krílin fengu að prufa að setjast á þennan hákarl :)
Alveg heillaður af klettastrandarbúrinu, en þar var reglulegur öldugangur 

No comments:

Post a Comment