Lilypie Third Birthday tickers

Friday, April 13, 2012

Heimsókn til Hafdísar

Í dag kom Hafdís vinkona og sótti okkur og við fórum í heimsókn til hennar í Greve Landsby.  Þar býr hún ásamt Mikkel manninum sínum og Evu dóttur sinni sem er fjögurra ára.  Hafdís bauð okkur upp á hádegisverð og Stefán naut þess að borða rúgbrauð með kæfu alveg án aðstoðar.. það varð reynar allt útsvínað en hann kláraði matinn sinn :)  Hafdís á fallegar kisur, önnur er af tegundinni Maine Coon og er afar stór. Stefáni leist afskaplega vel á kisu og fékk að klappa henni. Hann greip reyndar ansi fast í feldinn nokkrum sinnum... Kisa sýndi honum mikla þolinmæði en flúði að lokum :)  Við fórum svo með Hafdísi að versla í Waves verslunarmiðstöðinni í Hundige.  Stefáni fannst það nú hundleiðinlegt enda neitaði hann alveg að sofna.  Mamman náði samt að kaupa föt á hann áður en haldið var til baka.  Hafdís bauð okkur svo út að borða á sushi stað sem var ekkert smá góður.  Stefán fékk að prófa nokkra heita rétti en fékk ekki að bragða sushi ennþá.  Eins og venjulega var hann duglegur að borða og óhræddur við að smakka eitthvað nýtt.  Hafdís keyrði okkur síðan heim eftir matinn og þreytti litli karlinn sofnaði á leiðinni heim.  Þetta var frábær heimsókn enda frábærir gestgjafar á ferðinni :)
 Stefán hittir kisu
 Aðeins að prófa að klappa
 Hér er maður orðinn áræðnari, lagðist næstum ofan á kisu á næstu augnablikum
 Úti að borða með Hafdísi
 Mikkel og Eva
 Stefán var aaaa góður við Hafdísi
Aaaaa svoo góður :)

No comments:

Post a Comment