Nú hefur Stefán Sölvi upplifað sumardaginn fyrsta í fyrsta sinn ( að sjálfsögðu :)) Við fórum með Steinku systur í bíltúr að Kleifarvatni að skoða vetrarblóm en það gerir hún á hverju ári í sumarbyrjun. Við skruppum fyrst út á Álftanes þar sem við Steinka skoðuðum fugla. Stefán sat í bílnum en skemmti sér vel þegar hurðin var opnuð og hann fékk að sjá út. Síðan brunuðum við að Kleifarvatni. Vetrarblómin voru færri en oft áður en engu að síður fundum við fallega blómstrandi brúska. Við keyrðum svo meðfram vatninu og stoppuðum m.a. við Stefánshöfða enda þurfti Stefán að láta mynda sig við skiltið :) Við viðruðum svo bæði hund og barn við vatnið og Stefáni fannst algert æði að koma út og fá að anda að sér frísku lofti. Það var líka svaka gaman að horfa á Freyju fá smá snakk að borða :) Skemmtileg ferð, vonandi getum við farið aftur með Steinku á næsta ári :)
Stuð í bílnum úti á Álftanesi
Vetrarblóm
Stefán og Steinka við Stefánshöfða
Snúllinn sest á skiltið
Bara gaman að vera á Stefánshöfða :)
Freyja kom til að fá snakk við ströndina
Hún var afar spennt fyrir gúmmelaðinu
Stefáni fannst hún fekar fyndin
No comments:
Post a Comment