Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, April 12, 2012

Ferð til Svíþjóðar :)

Stefán Sölvi gat auðvitað ekki látið nægja að heimsækja eitt útland, hann varð að prófa að fara til fleiri landa :)  Við brunuðum ásamt Hildi, Sören og Sonju til Helsingör þar sem við stigum upp í ferjuna Tycho Brahe sem flutti okkur á 20 mínútum yfir til Helsingborgar í Svíþjóð.  Stefáni fannst stólarnir í ferjunni flottir og fríhöfnin var agalega skemmtileg.  Hann notaði fínu barbapapahandleggina sína til að grípa í hluti um leið og ég gekk fram hjá og varð afar sár þegar ég tók af honum nammipakkningu sem hann hafði náð í :)  Ég bætti honum það upp með því að leyfa honum að leika sér að namminu sem ég keypti.  Þegar í land var komið fórum við á kóreanskan veitingastað.  Stefán fékk barnamat en svo fékk hann að bragða bæði forréttinn og eftirréttinn hjá mér.  Honum fannst súpan sem ég fékk í forrétt afar góð, þó svo að í henni væri slatti af svörtum pipar !  Síðan fór hópurinn á röltið um miðborg Helsingborgar.  Við skoðuðum gamlan kirkjugarð og fórum upp á Kårnan, sem er turn sem stendur á hæð fyrir ofan miðbæinn.  Stefán Sölvi og Sonja sofnuðu og þá skelltum við fullorðna fólkið okkur á kaffihús :)  Svo kíktum við aðeins í búðir og fórum svo út á leikvöll sem var í almenningsgarði skammt frá ferjuhöfninni.  Stefáni fannst afar gaman í rólunum og fékk að prófa ýmis önnur tæki sem honum fannst líka skemmtileg.  Það var þarna lítill rauður bolli sem maður sneri í hringi, honum fannst það fyrst alveg æðislegt en svo hefur honum sennilega farið að svima því skyndilega var ekki gaman lengur !  Eftir að Sonja og Stefán höfðu fengið góða útrás á leikvellinum fórum við aftur í ferjuhöfnina og sigldum aftur til Danmerkur.  Stefáni fannst gaman að horfa á öldurnar skella á bryggjunni þegar ferjan var að fara :)  Fín ferð, nú hefur Stefán heimsótt tvö lönd :)
 Kominn í ferjuna og horfir út um gluggann
 Stólarnir voru spennandi
 Fékk að geyma nammið hennar mömmu :)
 Hópurinn fríði við Kårnan
 Við Stefán á götu í miðbænum
 Gaman á leikvellinum :)
 Litli rólusnillingurinn
Horfir á öldurnar þegar ferjan var að fara

No comments:

Post a Comment