Stefán Sölvi ævintýramaður fór í fyrsta sinn til útlanda í dag. Við mættum út á flugvöll um klukkan ellefu og eyddum næstu tveimur tímum í að skoða okkur um í flugstöðinni og fá okkur hressingu. Stefán starði á allt stórum augum og fannst gaman að bruna milli búðanna með mömmu :) Svo stigum við upp í vélina rétt fyrir eitt og tókum á loft kl. 13:15. Við vorum svo heppin að fá tvö sæti og höfðum því pláss til að hreyfa okkur og leika. Stefán fékk bæði barnamáltíð og ungbarnamáltíð, en í þeirri fyrri var kjúklingur með hrísgrjónum og í þeirri seinni skyr og banani. Hann fékk sér eitthvað af þessu öllu og naut þess í botn. Hann sparkaði svo afgangnum af kjúklingnum niður á gólf þar sem hann lenti á öðru skónum mínum sem varð útataður í sósu og hrísgrjónum. Hann sofnaði svo fljótlega eftir matinn og svaf í heila tvo tíma. Hann vaknaði um hálftíma fyrir lendingu og var í góðu skapi. Við horfðum svo saman á Danmörku birtast þegar vélin lækkaði flugið og hann horfði hissa út þegar við lentum. Við brunuðum svo niður að farangursböndunum þar sem mér tókst að keyra töskurnar tvær út á vagni með einni hendi og keyra kerruna með Stefáni með hinni ! Hildur vinkona tók á móti okkur og saman fórum við til Lynge þar sem Sören og Sonja litla biðu okkar. Stefán var sprækur í nokkurn tíma en sofnaði loks sætt, þreyttur eftir ævintýri dagins. Hér erum myndir frá ferðinni:
Herrann í flugstöðinni, vatnsflaskan hans "datt" í gólfið :)
Alltaf sami sjarmörinn
Svaf sætt í 2 tíma
Hér sér hann Danmörku í fyrsta sinn
No comments:
Post a Comment