Við Stefán Sölvi skelltum okkur á róló í dag með Kristínu vinkonu og Dodda syni hennar. Fyrst fórum við á róló hjá ungbarnaleikskólanum Leikgarði og þar fékk Stefán að prófa að róla í fyrsta sinn. Honum fannst það ekkert leiðinlegt :) Svo fékk hann að prófa að vega við Dodda og fannst það sniðugt en var ekki alveg að fatta hvernig hann ætti að sitja á vegasaltinu svo það var stutt gaman. Hann fékk svo að prufa rennibraut en fannst það svona allt í lagi, ekki neitt rosalega spennandi. Við prófuðum svo tvo aðra rólóa þar sem Dodda fannst litlukrakkaróló ekki nógu spennandi :D Svo kom smá rigningarúði svo við skelltum okkur í Perluna og fengum okkur hressingu. Stefán fékk brauðbollu meðan mamma fékk köku. Við löbbuðum svo á eftir niður að gervigoshvernum í Öskjuhlíðinni en hann var ekki í gangi svo strákarnir fengu ekki að sjá neitt gos. Við Stefán fórum svo heim og lögðum okkur eftir velheppnaðan dag :)
Svolítið píreygur í sólinni
Gaman að róla !
Það fannst Kristínu og Dodda líka
Hressing í Perlunni
Gefðu mér myndavélina!
Flissað í Öskjuhlíðinni
No comments:
Post a Comment