Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, March 25, 2012

Gaman hjá Steinku frænku :)

Við fórum til Steinku systur á sunnudaginn og Stefán fór þegar af stað að skoða uppáhaldsstaðina sína hjá henni.  Aðaluppáhaldið er hundamaturinn á gólfinu í eldhúsinu, hann náði að komast í skálina einu sinni og var búinn að taka sér lúku af þurrmat, tilbúinn til að borða :)  Síðan kom Úlfhildur, barnabarn Steinku í pössun.  Hún er eins árs síðan í desemberbyrjun og farin að labba.  Stefáni leist afar vel á frænku sína og faðmaði hana innilega... helst til innilega !  Þau fóru saman inn í svefnherbergi og fóru að tromma á rúmið.  Þeim fannst það ekkert leiðinlegt, hlógu og hlógu :)  Eiga örugglega eftir að verða góð saman þegar fram líða stundir :)  Hér eru nokkrar myndir af þeim í stuði:
 Sætu krúttin að skoða rúmið
 Rúmið var afar spennandi
 Hér eru þau byrjuð að tromma
 Svo gaman hjá þeim

 Tromma tromma tromma !
Úlfhildur í góðum gír :)

No comments:

Post a Comment