Stefán Sölvi fór í klippingu í fyrsta skipti í dag :) Silla vinkona snyrti hárið, aðallega við eyrun og er ungi maðurinn alveg gullfallegur eftir þetta - eins og hann reyndar var fyrir :) Sumir hlutir breytast bara ekki :) Hann var pínu óöruggur með þetta fyrst, enda nývaknaður, en svo þegar við settumst við spegilinn og amma fór líka að leika við hann þá gleymdi hann konunni með áhöldin :) Hér eru myndir:
Humm, hvað er konan að fara að gera
Snipp snipp!
Amma passar snáðann :)
Sætur og nýklipptur
Engar lufsur við eyrun
Kátur með klippinguna :)
No comments:
Post a Comment