Snúllinn varð 10 mánaða núna 17. mars og í dag fórum við í 10 mánaða skoðunina. Honum var skellt á vigtina og er nú orðinn 11,9 kg og mældist svo 79,5 cm ! Stór og myndarlegur drengur :) Læknir skoðaði hann svo á eftir þar sem hann var búinn að vera lasinn og var ennþá slappur. Þá kom í ljós að drengurinn er með eyrnabólgu og var settur á sýklalyf. Hann er því kominn á sýklalyf í fyrsta sinn á ævinni.. örugglega ekki síðasta!
No comments:
Post a Comment