Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, March 18, 2012

Nýjustu fréttir

Stefán Sölvi byrjaði hjá dagmömmunni á mánudaginn.  Reyndar eru þetta dagmamma og dagpabbi, hjónin Sif og Robbi eru í þessu saman fram á haust :)  Stefán tók þessari breytingu afar vel, var ekkert að stressa sig yfir því að mamma færi í burtu og fannst bara spennandi að skoða dótið og hina krakkana :)  Svo fékk hann að prófa að fara á róló og æddi um allt að kanna heiminn :)  Við fórum svo í mömmuhitting á föstudaginn og hittum þar önnur börn sem fædd eru í maí 2011 og mömmur þeirra.  Stefáni fannst það nú ekki leiðinlegt að koma á nýjan stað og skoða dót en við hittumst í kjallaranum á Laundromat café.  Svo fórum við og sóttum um vegabréf fyrir snáðann en ferðin okkar til Danmerkur nálgast óðfluga.  Stefáni þótti konan sem tók myndina fyrir vegabréfið vera frekar skrítin og fékkst ekki til að brosa. Hann horfir því aðeins til hliðar á myndinni og er frekar undrandi á svipinn :) Við skruppum á kaffihús með Möggu systur í gær, Nauthól úti í Nauthólsvík.  Stefán fékk brauðsneið að borða og smá smakk af þorskinum mínum en var orðinn frekar þreyttur undir það síðasta.  Hann tók svo góðan lúr og skellti sér svo með mér, mömmu, Svanhildi, Guðlaugu og Helga Steinari í IKEA.  Eins og venjulega fannst honum mest spennandi að sjá vifturnar í loftinu á lagernum, hann starir alltaf heillaður á þær þegar við komum þangað :)  En okkur fannst hann vera frekar slappur enda þegar heim var komið fannst mér hann vera orðinn heitur.  Þegar ég mældi hann kom í ljós að litla greyið var kominn með 39,5 stiga hita :(  Hann er svo búinn að eyða sunnudeginum í veikindi, er heitur og slappur en reynir samt að halda uppi fjörinu hér og tætir og rífur eftir bestu getu :)  Vonandi hressist hann sem fyrst !  Hér á eftir koma nokkrar myndir af sætasta karlinum :)


 Þvottavélin er spennandi, þarf aðeins að kíkja þangað inn
 Hnoðast með ömmu :)
 Gaman að leika sér í gestarúminu hennar ömmu
 Hún á svona sniðugar kúlur sem klingir í
Einn búinn að stinga af fram á gang :)
 Fær knús frá Gumma
 Hann Gummi er alveg bráðskemmtilegur
 Spennandi dót hjá ömmu, Stefáni langar til að hreinsa það allt af borðunum hennar
 Gaman að fá knús hjá systu
 Harður nagli :D
 Hnoðast með Hildu
 Glaður í horninu sem hann má ekki vera í, búinn að stela styttu sem hann má ekki hafa
Klifrað í stiganum hjá ömmu :)

No comments:

Post a Comment