Við skelltum okkur í skógarferð með Hildi og Sonju litlu. Stefáni fannst gaman að vera úti og brosti út að eyrum. Skógurinn var allur að lifna við og skógarbotninn var þakinn blómum. Við hittum konur með þrjá stóra hunda sem komu og heilsuðu upp á okkur. Sonju litlu fannst þeir aðeins of ágengir! Stefán sofnaði svo og svaf mestan hluta gönguferðarinnar enda afar gott að sofa í fersku útiloftinu :)
Kátur í skóginum
Vildi gjarnan fá að taka myndir líka :)
Hundarnir stóru sem heilsuðu upp á okkur
Sætu krílin í kerrunum sínum :)
No comments:
Post a Comment