Daginn fyrir heimferð brugðum við okkur í göngutúr um miðborg Kaupmannahafnar. Við lögðum við Nörreport og skoðuðum útimarkað með antíkmuni og ný markaðshús sem búið er að setja upp á torginu sem áður var grænmetismarkaður á. Við röltum síðan um Strikið og kíktum í nokkrar búðir. Í Illums Bolighus fékk Stefán að prófa að sitja á bakinu á risastórum leikfangavísundi sem stendur í leikfangadeildinni. Hann varð ofsaglaður, hló og barði höndunum niður í vísundinn :) Eftir mikinn bardaga sofnaði hann og lúrði meðan ég og Hildur spiluðum á kaffihúsi :) Um kvöldið fengum við æðislegan kvöldverð með fjölskyldunni og Jakob og Michael, vinum Sörens. Stefáni fannst kjötið og kartöflurnar æði og greip í hendina á mér þegar honum fannst ég vera of lengi að koma með næsta bita :) Það var því saddur og sæll drengur sem fór í rúmið þennan daginn :)
Prakkarinn í miðborg Kaupmannahafnar
Ánægður með túrinn
Á vísundabaki
Hamrar höndunum niður í vísundinn
Svooo gaman
Sofið meðan mamma var á kaffihúsi
No comments:
Post a Comment