Síðasta daginn okkar í Danmörku fórum við og skoðuðum Frederiksborg, flotta höll sem stendur í Hilleröd. Hildur og Sonja fóru með okkur. Höllin var fagurlega skreytt og full af flottum málverkum, húsgögnum og listmunum sem var gaman að skoða. Stefán hafði náð af sér sandalanum í bílnum án þess að ég tæki eftir því og þegar í höllina var komið reif hann af sér sokkinn líka. Fjöldi manns kom til mín og benti mér á það að sá litli væri með annar fótinn beran :) Mér datt ekki í hug að leita að lyftu strax og bisaði kerrunni fyrir drenginn á milli hæða þar til ég rakst á lyftu úti í horni. Mikill léttir ! Stefán vildi gjarnan fá að snerta gripina þarna en fékk nú ekki leyfi til þess :) Hann varð svo sífellt órólegri og var farinn að verða ansi reiður þegar svefninn sigraði hann loksins. Við Hildur löbbuðum svo niður í miðbæ Hilleröd eftir skoðunarferðina og fórum á veitingahús og fengum okkur hressingu. Börnin steinsváfu en Stefán vaknaði þegar ég var byrjuð að borða og kom inn og fékk sér hressingu. Eftir þetta ævintýri keyrði fjölskyldan í Lynge okkur út á flugvöll og við flugum heim rúmlega 8 um kvöldið. Stefán var í miklu stuði og neitaði alveg að sofa nema í ca. 40 mínútur. Hann var því ansi þreyttur þegar lent var aftur á Íslandi. Þegar við komum út biðu okkar Hilda og amma. Stefán skælbrosti þegar hann sá þær en fór svo alveg í flækju og sat stjarfur í bílnum á leiðinni heim og hélt í hendurnar á ömmu. Hann var fljótur að kannast við sig heima og fór að skemmta sér með systur sinni. Hann sofnaði svo örþreyttur með systur sína og mömmu við sitthvora hlið. Fyrstu utanlandsferðinni var nú lokið :)
Í veiðisal á jarðhæð
Stefán skoðar gluggana í Slotskirken
Margt að skoða !
Við flottan stjörnufræðihnött
Að skoða kristalsljósakrónu í Riddarasalnum
Orðinn fokreiður í herbergi á annarri hæð
Þessi önd kíkti á okkur við hallarvatnið
No comments:
Post a Comment