Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, April 21, 2012

Smá ferð á suðurland

Við Stefán fórum í aðra ævintýraferð með Steinku systur í dag. Að þessu sinni var ferðinni heitið austur fyrir fjall  að skoða fugla.  Stefán steinsofnaði á leiðinni og þegar við systur stoppuðum og fengum okkur kaffi á Eyrarbakka svaf hann sætt í bílnum á meðan.  Hann vaknaði svo þegar við fórum af stað út úr bænum.  Við stoppuðum stutt á Stokkseyri til að taka bensín og þar fékk Stefán smá vatn að drekka og kex :)  Síðan keyrðum við til Hveragerðis þar sem við stoppuðum í gróðrastöð Ingibjargar og keyptum tómataplöntu.  Stefáni fannst gaman að skoða blómin en var svekktur að fá ekki að snerta þau :)  Loks fórum við að Þrastarlundi að leita að spennandi fuglum á Soginu.  Heppnin var með okkur, við sáum flottar straumendur og nokkrar toppendur á sundi :)  Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að komast út, við gengum aðeins meðfram ánni og hann var hæstánægður.  Fékk að snerta trén en það finnst honum mikið sport.  Svo var keyrt heim á leið, Stefán kominn með meira í reynslubankann :)
 Herrann fékk að prófa að sitja á bílþakinu, alls ekki leiðinlegt :)  Góð byrjun á deginum
 Með Steinku við Sogið
 Benda saman á eitthvað
Það var gaman að hafa Freyju með sér aftur í

2 comments:

  1. Þakka mínum sæla fyrir að þið gleymduð ekki að taka SS niður áður en keyrt var af stað :D

    ReplyDelete
  2. hahahah ert það ekki þú sem skilur hluti eftir á þakinu ? Eða var það uppi á tjaldvagninum :D?

    ReplyDelete