Lilypie Third Birthday tickers

Friday, May 13, 2011

Mónitor á meðgöngudeild LSH

Jæja, mín kom upp á kvennadeild og skellti sér inn í dagönn - þar sem konur koma til að fara í mónitor. Ég var tengd við tækið og línuritið byrjaði að renna út. Ég merkti við í hvert sinn sem ég fann hreyfingu. Blóðþrýstingurinn var mældur og hafði nú enn hækkað ! Fyrsta mæling var 104/179 ! Hinar mælingarnar voru lægri en samt það háar að þegar var komið með blóðþrýstingslækkandi töflu fyrir mig og lyfseðill sendur fyrir slíkum töflum í apótek. Svo var kallaður til læknir til að kíkja á mig og reyndist þetta vera sami læknir og skoðaði mig hjá heilsugæslunni á þriðjudaginn. Hún ákvað að hreyfa við belgjum ef ég væri "hagstæð" eins og hún orðaði það. Ég fór því yfir á skoðunarherbergi og þar hreyfði hún svo sannarlega við mér, þetta var mjög vont ! Hún gaf mér svo tíma í gangsetningu á þriðjudagsmorguninn kl. 8. Krílríkur hefur því möguleika á að koma af sjálfu sér yfir helgina en á þriðjudag er ekkert elsku mamma lengur - hann verður rekinn í heiminn!

2 comments:

  1. Úlla la, Sonja fær góða afmælisgjöf á þriðjudaginn ef þú lufsast til eiga hann fyrir miðnætti.
    kv. Gunzo

    ReplyDelete
  2. Hehe vonandi fæðist hann fyrir miðnætti !! Nenni ekki að halda áfram í laaangan tíma !

    ReplyDelete