Monday, May 23, 2011
5 daga skoðun :)
Í morgun fórum við Hilda með Krílrík í fimm daga skoðun upp á barnaspítala. Við fórum fyrst með hann inn í heyrnamælingu og ætluðu dömurnar þar að reyna að ná honum rólegum til að geta framkvæmt mælinguna. Hann var hinsvegar ekki alveg sammála því að láta troða einhverju inn í eyrað á sér og kvartaði hástöfum. Við enduðum því á að pakka honum inn í teppi og reyna að gabba hann með því að láta hann sjúga fingurinn á mér til að róa hann. Á þennan hátt náðum við öðru eyranu, en hitt náðist alls ekki. Okkur var því sagt að koma aftur eftir læknisskoðunina. Steinn barnalæknir var að skoða og mundi eftir Krílrík síðan hann kíkti á hann á sængurkvennaganginum, mundi m.a. eftir marinu á hendinni á honum. Hann skoðaði Krílrík hátt og lágt og það þótti þeim litla bara allt í lagi. Horfði bara undrandi á þennan stóra mann. Lýst var inn í augnbotna og skoðaðir allir liðir. Mér til ánægju fékk hann toppeinkunn :) Svo var drengnum skellt á vigtina - hann var þá búinn að ná fæðingarþyngdinni sinni og 105g betur, orðinn 4075g. Við fórum að lokinni þessari góðu skoðun yfir til heyrnarmælingakvennanna aftur og í þessari umferð gekk allt betur. Krílríkur var rólegur í fangi systur sinnar og var ekkert að stressa sig yfir bisinu í þeim lengur. Heyrnin mældist eðlileg báðu megin :) Við fórum því hress og kát heim eftir góða skoðun :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment