Monday, May 9, 2011
Vaxtarsónar, mæðraskoðun nr. 9 og skoðun hjá fæðingarlækni - 37 vikur og 5 dagar
Jæja, við Kristín Anna mættum hressar í vaxtarsónar í morgun kl. 9:30 og var strax kippt inn. Sama ljósa var við skannann og síðast. Ungur læknanemi fékk að fylgjast með og var ekki alveg held ég að fíla húmorinn okkar Kristínar (sem er annars á mjöög háu plani :)). Skoðunin kom mjög vel út, allt eðlilegt, fínt og flott. Drengurinn mældist vera orðinn 16 merkur !! 98% barna eru minni en hann á þessum tíma meðgöngu skv. stöðlunum. Úff úff úff ! Ljósan fékk svo að sýna læknanemanum typpið á litla manni því það sást svo greinilega og vel - alltaf verið að kíkja á djásnin á aumingja barninu ! Kl. 2 fór ég í skoðun hjá Ásu ljósu og mér til gleði var ekki eggjahvítuefni í þvaginu. Hinsvegar var blóðþrýstingurinn hærri en síðast, neðri mörk í 99 í fyrri mælingu. Legbotninn var mældur og er kominn í 42 cm !!! Hærra kemst hann ekki án þess að ryðja burt öllum innri líffærum held ég !! Ásu leist ekkert á fílafæturnar og sagði að ef ég ætti ekki fyrir settan dag yrði hreyft við belgjunum (úff langar ekki til þess). Ég verð aldrei látin ganga lengur með en 41 viku út af þrýstingnum. Ég fór svo yfir í skoðun til fæðingarlæknis sem skipaði mér í enn frekari hvíld, hún verður í sambandi við Ásu um framhaldið og verð ég í eftirliti 2x í viku. Ég á tíma hjá henni 23. maí og þá mun hún taka hressilega á mér eins og hún orðaði það og hreyfa belgina til að reyna að reka Krílrík út. Annars verð ég sett í gangsetningu innan viku. Vonandi lætur hann bara sjá sig sjálfur fyrir þennan tíma !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment