Tuesday, May 3, 2011
Mæðraskoðun nr. 8 - 36 vikur og 6 dagar
Mætti í mæðraskoðun í morgun og byrjaði á viktinni - sá að ég hafði þyngst um 4 kg frá því að ég viktaði mig síðasta fimmtudag !!! Ástæðan er augljós, á föstudaginn fór að hlaðast bjúgur á fæturnar. Lærin og kálfarnir blésu út og ökklarnir hafa fjórfaldast. Nú kom líka plús fyrir eggjahvítuefni í þvagi í fyrsta sinn. Ása mældi blóðþrýstinginn 3x og hafði hann snögghækkað frá síðustu skoðun. Efri mörkin voru nú farin yfir 140 og neðri mörkin að sleikja hundrað. Legbotninn var kominn upp í 40,5 cm, sem skv. Ásu er mjög óalgengt að gerist. Ekki skrítið þótt þrýstingur sé á kerfinu ! Krílríkur var hress og hjartslátturinn hans góður, það var þó amk jákvætt. Ása ákvað að senda mig í monitor uppi á meðgöngudeild og hafði þegar samband við Grete lækni sem mun tala við mig á morgun. Hér væri greinilega um byrjandi meðgöngueitrun að ræða og ekki spurning að ég ætti að hætta að vinna nú þegar og hvíla mig. Ég fór upp á meðgöngudeild kl. 2 og lá hálfsofandi í þægilegum stól, þurfti bara að ýta á takka í hvert skipti sem Krílríkur hreyfði sig. Blóðþrýstingurinn var mældur 3x á meðan ég var í monitornum, hann var hærri en um morguninn. Eins var mælt eggjahvítuefni í þvagi og var það einn plús eins og um morguninn. Þær á meðgöngudeildinni ákváðu að ekki væri þörf að setja mig á lyf strax, skipuðu mér í hvíld og verða í samvinnu við Ásu um framhaldið. Fer í skoðun á fimmtudaginn aftur. Finnst ansi skrítið að vera að hætta að vinna !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment