Monday, May 16, 2011
Mæðraskoðun nr. 11 - 38 vikur og 5 dagar
Mætti hjá Ásu í morgun með mömmu með í för. Svolítið skrítið að mæta í síðustu mæðraskoðunina! Þegar tékkað var á þvagprufunni kom í ljós að komnir voru 2 plúsar í þvagið. Þrýstingurinn var lægri en síðast og legbotninn kominn upp í 42,5 cm. Ása ákvað að senda mig í prufur og dagönn upp á LSH, við föðmuðust svo og ég þakkaði henni kærlega fyrir umhyggjuna. Ég fór fyrst í blóðprufuna og svo í mónitor hjá mæðraverndinni. Blóðþrýstingurinn var hærri en hjá Ásu en ritið fínt og það kom gott út úr blóðprufunum. Það var ákveðið að þar sem að ég væri formlega komin með meðgöngueitrun að ég ætti að mæta í gangsetningu beint uppi á fæðingadeild.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment